Óska eftir upptöku vegna Klausturmáls

Skrifstofa Alþingis hefur óskað eftir því að fá afhentar hljóðupptökur …
Skrifstofa Alþingis hefur óskað eftir því að fá afhentar hljóðupptökur af samtali þingmannanna sex sem fór fram á barnum Klaustri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skrifstofa Alþingis hefur óskað eftir því að fá afhentar hljóðupptökur af samtali þingmannanna sex sem fór fram á barnum Klaustri í nóvember til að siðanefnd geti metið hvort þingmenn hafi brotið siðareglur. 

Málinu var í gær vísað til siðanefndar og aðstoðar skrifstofa Alþingis nefndina við öflun upplýsinga. Greint er frá því á vef RÚV að nú þegar hefur skrifstofan óskað eftir gögnum. 

„Þetta eru ýmis gögn. Fyrst og fremst umfjöllun fjölmiðla um málið og það sem hefur verið skrifað í greinum og svo framvegis,“ segir Þórhallur Vilhjálmsson, forstöðumaður lagaskrifstofu Alþingis, í samtali við RÚVÞá segir hann að einnig þurfi að afla skýringa og athugasemda frá þeim sem hlut eiga að máli. 

Siðanefndin kom saman á undirbúningsfundi í morgun og er þetta í fyrsta skipti sem nefndin er virkjuð. Ásta Ragn­heiður Jóhannesdóttir, formaður nefndarinnar, segist í samtali við Morgunblaðið í dag ekki geta svarað því hversu lang­an tíma vinna nefnd­ar­inn­ar muni taka.

„Við höf­um einu sinni komið sam­an til um­sagn­ar um þing­mál. Það tók stutta stund að skila því áliti,“ seg­ir hún, en auk henn­ar skipa þau Haf­steinn Þór Hauks­son, dós­ent við laga­deild Há­skóla Íslands, og Sal­vör Nor­dal, doktor í heim­speki og umboðsmaður barna, siðanefnd Alþing­is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert