Sunnlenskt sorp sent utan til brennslu

Sorpa ákvað að hætta að taka við sunnlensku sorpi til …
Sorpa ákvað að hætta að taka við sunnlensku sorpi til urðunar í Álfsnesi. mbl.is/Styrmir Kári

„Það eru víðast lokaðar dyr varðandi það að koma sorpi í urðun. Þetta er því besti kosturinn sem stendur,“ segir Jón G. Valgeirsson, formaður stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands.

Ákveðið hefur verið að sveitarfélög á Suðurlandi muni senda sorp frá svæðinu utan til brennslu í evrópskum sorpbrennslustöðvum frá og með miðju ári. Sorpa ákvað að hætta að taka við sunnlensku sorpi til urðunar í Álfsnesi og auglýsing eftir nýjum urðunarstað á Suðurlandi bar engan árangur. „Það loguðu engar línur,“ sagði Jón um auglýsinguna.

Að sögn Jóns hafa Sunnlendingar þegar ráðist í ýmsar úrbætur í flokkun úrgangs og ætlunin er að ganga enn lengra í þeim efnum. Markmiðið er að hámarka nýtingu auðlinda í úrganginum og lágmarka óflokkaðan úrgang sem sendur verður úr landi til brennslu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón að þegar hafi verið tekin upp sérsöfnun lífræns úrgangs í meirihluta sveitarfélaga á svæðinu og verður tekin upp innan hálfs árs í þeim sveitarfélögum sem eftir standa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert