Sóknir fjársveltar vegna niðurskurðar

Hallgrímskirkja í Hvalfirði.
Hallgrímskirkja í Hvalfirði. mbl.is/Ómar Óskarsson

Stærstu sóknir þjóðkirkjunnar, sem eiga og reka höfuðkirkjur landsins, eru orðnar svo fjársveltar vegna langvarandi niðurskurðar sóknargjalda að Jöfnunarsjóður sókna hefur í raun breyst í neyðarstyrktarsjóð sókna.

Þetta kemur fram í minnisblaði Odds Einarssonar, framkvæmdastjóra Kirkjuráðs, um stöðu viðhalds fasteigna þjóðkirkjunnar og verkefni Jöfnunarsjóðsins.

Upplýsingar úr ársreikningum sókna 2011-2017 og ályktun frá þeim tölum um árin 2009-2010 benda til þess að uppsöfnuð viðhaldsskuld fasteigna frá því að skerðing sóknargjalda hófst 2009 sé um þrír milljarðar. Þá er miðað við að eðlilegt reglubundið viðhald þurfi að nema 1,75% af brunabótamati eignanna.

Skrá um sóknir þjóðkirkjunnar sem sýna uppsafnaða viðhaldsskuld upp á 20 milljónir eða meira á árunum 2011-2017 fylgir minnisblaðinu. Þar eru 37 sóknir taldar upp og er uppsöfnuð viðhaldsskuld þeirra samtals tæplega 1,7 milljarðar á tímabilinu. Þeirra á meðal eru allar sóknir Reykjavíkurprófastsdæmanna nema Hallgrímssókn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessií Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert