744 milljónir króna til flokkanna

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/​Hari

Framlög ríkisins til stjórnmálasamtaka á þessu ári nema 744 milljónum króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.

Sjálfstæðisflokkurinn fær hæstu greiðsluna, eða tæpar 180 milljónir króna, Vinstri græn fá rúmar 120 milljónir og Samfylkingin rúmar 90 milljónir.

Næst koma Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn með rúmar 80 milljónir króna hvor, svo Píratar með rúmar 70 milljónir og loks Viðreisn með um 55 milljónir króna.

Greiðslur til stjórnmálasamtaka eru samkvæmt ákvörðun fjárlaga hverju sinni. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörinn á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga, að því er segir í tilkynningunni. Það framlag skiptist hlutfallslega milli flokka eftir atkvæðamagni í næstliðnum kosningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert