Syni Gunnars Braga brugðið

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður með Róbert Smára syni sínum.
Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður með Róbert Smára syni sínum.
Um helgina birtist frétt um að sést hefði til Gunnars Braga Sveinssonar alþingismanns undir áhrifum áfengis á sýningu Ellýjar í Borgarleikhúsinu.  Átti hann að hafa látið öllum illum látum með frammíköllum og hávaða. Seinna kom í ljós að fréttin var í raun flökkusaga sem átti sér ekki stoð í raunveruleikanum og baðst fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 afsökunar á henni í framhaldi. Ísland vaknar hafði samband við Róbert Smára Gunnarsson, son Gunnars Braga, og spurði hann um söguna og álagið á fjölskylduna.

Facebook færsla Róberts Smára

Róbert Smári skrifaði á Facebook:
„Nú er mælirinn fullur. Hvenær er komið nóg? 
Ég var á þessari sýningu með pabba og Sunnu þann 18. janúar. Pabbi bragðaði ekki áfengi fyrir sýningu, né á sýningu og ekki eftir hana. Sýningin var góð, við skemmtu[m] okkur vel, hann greip ekki fram í og var bláedrú, allir voru til fyrirmyndar. Og öll vorum við sammála að um einhverja flottustu sýningu sem við höfum séð væri að ræða.
Hversu lágt er hætt að leggjast? Hvenær er botninum náð? Hvað fær ,,blaðamann” til þess að halda þessu fram og búa svona til? Hvað ætla fjölmiðlar að leggja mikið á fjölskyldur stjórnmálamanna?! Skrifa þetta með tárin í augunum, sár og reiður, að svona skuli nokkur skrifa án vísunar til sannleikans og að leggja þetta á okkur, okkur sem vitum að þetta er haugalygi. Andskotans endemis vitleysa.
ATH. Fjölmiðlar mega ekki búa til frétt úr þessum pósti mínum nema með leyfi, og bið ég þá um að virða það. Þetta er mín síða.“
Hlustaðu á viðtal Ísland vaknar við Róbert í morgun. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert