Leggja þarf mat á raunhæfni verkefnisins

Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir að engir garðyrkjufræðingar hafi verið í dómnefnd um útilistaverk í nýju Vogabyggð og að það verði að öllum líkindum endurskoðað.

Þetta kom fram í máli hennar í Morgunútvarpi Rásar 2 í dag, þar sem rætt var við Kristínu og Eyþór Arnalds úr Sjálfstæðisflokknum um áform meirihlutans um uppsetningu tveggja pálmatrjáa í glerhjúp í Vogabyggð.

Verkið heitir Pálmar og er eftir listakonuna Karin Sander. Áætlað er að verkið kosti 140 milljónir, en þar af kosta pálmatrén tvö 1,5 milljónir og glerhjúparnir 43 milljónir hvor.

Kristín Soffía sagði í Morgunútvarpinu að leggja þyrfti mat á raunhæfni verkefnisins og að ekki yrði farið af stað í myrkri. Meirihlutinn hafi ekki verið upplýstur um störf dómnefndar og að tillagan væri djörf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert