„Ég ók skömm­ustu­leg­ur á brott“

Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, varð það á að kíkja á …
Páli Magnússyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, varð það á að kíkja á símann sinn undir stýri á meðan hann beið eftir því að geta haldið ferð sinni áfram og fékk þá áminningu frá lögreglunni um að ekki væri leyfilegt að nota síma undir stýri. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það var traustvekjandi að hitta fyrir árvökula lögreglumenn við Grindavíkurafleggjarann í morgun. Allir bílar stöðvaðir og ökumenn látnir blása!“

Þetta skrifar Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína í morgun þar sem hann segist hafa fengið tvöfalda áminningu frá lögreglunni.

„Þegar ég var búinn að því þurfti ég að bíða aðeins og kíkti á símann. Þá var bankað aftur á bílrúðuna og ég leit upp og sagðist vera búinn að blása.“

Lögregluþjónninn hafi svarað því til að hann vissi vel að Páll væri búinn að blása. Hins vegar ætti hann ekki að nota símann undir stýri.

„Ég ók skömmustulegur á brott.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert