Farþegar geta lýst kröfu í þrotabúið

Höfuðstöðvar Wow air.
Höfuðstöðvar Wow air. mbl.is/Hari

Á vef Samgöngustofu má finna spurningar og svör er varða stöðu og réttindi flugfarþega er flugrekandi fer í þrot. Í tilkynningu frá WOW air kemur fram að félagið hafi hætt starfsemi.

Spurt og svarað á vef Samgöngustofu:

Hvaða reglur gilda um réttindi flugfarþega ef fyrirtæki eins og Icelandair eða WOW air fara í gjaldþrot eða rekstrarstöðvun?

Ef um er að ræða alferð:

  • Skyldutrygging seljanda alferðar bætir flugfarþega tjónið

Ef um er að ræða aðra þjónustu en alferð:

  • Farþega er bent á að hafa samband við kortafyrirtæki sitt vegna ferðar sem greidd hefur verið með greiðslukorti. Farþegi á ávallt kröfu í þrotabú félagsins

Hvert eiga farþegar að snúa sér, sem staddir eru erlendis og hafa ekki lokið ferð þegar flugrekandi fer í þrot?

Farþegum sem greitt hafa ferð sína með greiðslukorti er bent á að hafa samband við greiðslukortafyrirtæki sitt í því skyni að óska eftir endurgreiðslu ferðar. Sé ekki um alferð að ræða keypta af ferðaskrifstofu með ferðaskrifstofuleyfi eiga farþegar kröfu á þrotabúið vegna þess kostnaðar sem þeir verða fyrir vegna heimferðar.

Hvert eiga farþegar að snúa sér, sem ekki hafa byrjað ferð en hafa greitt hafa farmiða að fullu eða að hluta þegar flugrekandi fer í þrot?
  • Farþegar geta lýst kröfu í þrotabúið. 

  • Einnig er möguleiki að leita eftir endurgreiðslu til greiðslukortafyrirtækis, hafi farseðill verið greiddur með greiðslukorti.

  • Ef vara eða þjónusta er keypt með kreditkorti þá á neytandi rétt á að fá vöru eða þjónustu endurgreidda. Kortafyrirtækinu sjálfu ber hins vegar ekki að endurgreiða  tjónið heldur er það færsluhirðirinn. Kortafyrirtækið  getur hins vegar aðstoðað við að fá þessa kröfu endurgreidda.
Hvað er flugrekandi og er hægt að tryggja sig fyrir gjaldþroti hans?

Flugrekandi er einstaklingur, fyrirtæki eða stofnun sem stundar eða býðst til að stunda rekstur loftfars í atvinnuskyni. Flugrekandi þarf tilskilin leyfi (flugrekstrarleyfi) og er undir eftirliti Samgöngustofu.

Samkvæmt reglugerð nr. 48/2012 eru eftirfarandi kröfur gerðar á flugrekanda:

  • Skila inn fjárhagsáætlun og efnahagsreikningi vegna árlegs viðhalds flugrekstrarleyfisins

  • Krafa um að flugrekandi geti í þrjá mánuði frá upphafi rekstrar staðið undir föstum útgjöldum og rekstrarkostnaði á grundvelli raunhæfra forsenda

  • Leggja fram fjárhagsgögn kalli Samgöngustofa eftir þeim

Komi hins vegar einhverra hluta vegna til greiðslustöðvunar eða gjaldþrots íslensks flugrekanda sem verður til þess að hann geti ekki haldið úti fullri starfsemi þessa þrjá mánuði getur farþegi, hvort sem ferð er hafin eður ei, gert kröfu í þrotabúið. Sé ferð ekki hafin er farþegum bent á að leita til greiðslukortafyrirtækis og óska eftir endurgreiðslu hafi flugmiði verið greiddur með greiðslukorti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert