Skegg í sama lit og traktorinn

„Ég átti nú ekki von á því að enda í Morgunblaðinu fyrir það eitt að lita skeggið á mér fjólublátt,“ segir Friðrik B. Kristjánsson, íbúi á Skagaströnd, en hann brá sér til höfuðborgarinnar og fékk Hjálmar Gauta Jónsson á rakarastofunni Effect til að lita skeggið. Til þess að fá rétta litinn tók Friðrik með sér ljósmynd af Massey Ferguson-traktor sem hann á.

„Ég er mikill húmoristi og hef gaman af að ögra. Mér er sagt að það nálgist guðlast og ég eigi vísa vist í helvíti fyrir það að hafa traktorinn fjólubláan. Menn hafa misjafnar skoðanir á litnum og ef það fer í taugarnar á þeim þá ögra ég meira,“ segir Friðrik, sem lét lita á sér skeggið vegna áskorunar frá kunningja. Valið stóð um bleikt eða fjólublátt.

„Ég er sáttur við útkomuna, þetta er krúttlegt og æðislegt. Konan var ekki hrifin af hugmyndinni en hún fær að sjá þetta þegar ég kem heim,“ segir Friðrik, sem er lífsglaður og notar húmorinn til að létta sér lífið.

Vegna bæklunar er hann kominn á hækjur og hann segir það halda sér gangandi að sjá hlutina öðrum augum en aðrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert