Tilbúinn að mynda nýja ríkisstjórn

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól Alþingis. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það var gott að vakna í morgun og heyra að það væri flötur á samningi milli aðila á vinnumarkaði,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, á Alþingi. Hann sagði að ríkisstjórnin yrði að halda vel á spöðunum í framhaldinu.

Eins og komið hefur fram tilkynntu verkalýðsleiðtogar í nótt að deiluaðilar hefðu komið sér saman um útlínur að kjarasamningi í nótt og að framhaldið væri háð viðbrögðum stjórnvalda.

Nú reynir einmitt á það hvort ríkisstjórnin er tilbúin til að koma með útspil sem mikill meirihluti landsmanna hefur sagst sammála um, það er að lækka skattbyrði á lág- og millitekjuhópana, hópana sem urðu eftir í fordæmalitlum uppgangi síðustu ára,“ sagði Logi.

Hann bætti því við að ríkisstjórnin þurfi að bretta upp ermar og ráðast í aðgerðir til að tryggja fólki í landinu sómasamleg lífskjör og öryggi og vinna gegn ójöfnuði og að langþráðum stöðugleika. „Ef það reynist nauðsynlegt að mynda nýja ríkisstjórn til þess að ráðast í þetta verkefni þá, herra forseti, verður svoleiðis að vera.

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins.
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Álagspróf á ríkisstjórnina

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði að vendingarnar í kjaramálum væru gleðiefni. Hann vonast til þess að aðilar hafi náð samningum á skynsamlegum nótum sem muni skapa áframhaldandi hagvöxt og hagsæld.

Það er þó einn óvissuþáttur í þessum fréttum, sá að nú stendur upp á ríkisstjórn Íslands að koma að þessu máli til að liðka fyrir. Ég get alveg viðurkennt að ég er ekkert gríðarlega bjartsýnn eftir feril þeirrar stjórnar síðustu 18 mánuði eða svo,“ sagði Þorsteinn.

Það má segja að þessi dagur sé nokkurs konar álagspróf á ríkisstjórnina og við fáum að sjá eftir nokkra tíma hvort ríkisstjórnin stenst þetta álagspróf. Ég ætla að láta hana njóta vafans en ég er ekki bjartsýnn,“ bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert