Fara ekki heim fyrr en undirritun lýkur

Elísabet kom fram og ávarpaði fjölmiðla á sjötta tímanum.
Elísabet kom fram og ávarpaði fjölmiðla á sjötta tímanum. mbl.is/​Hari

Aðilar vinnumarkaðarins munu ekki yfirgefa húsnæði ríkissáttasemjara fyrr en kjarasamningar hafa verið undirritaðir. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að það verði gert fyrr en í fyrsta lagi á tíunda tímanum í kvöld.

Fjölmiðlum var upphaflega tjáð að undirrita ætti samningana klukkan 15 og höfðu þeir beðið óþreyjufullir í Höfðaborg í á þriðju klukkustund þegar Elísabet Ólafsdóttir, skrifstofustjóri ríkissáttasemjara, kom fram og tjáði þeim að samningar yrðu ekki undirritaðir á allra næstu klukkustundum.

Fjölmiðlar verða látnir vita með hálfrar klukkustundar fyrirvara áður en samningar verða undirritaðir. Að sögn Elísabetar er að mörgu að huga og segir hún það einu ástæðu tafanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert