Í beinni: Viðvörun úr norðri

Þau svæði heimsins sem eru þakin snjó eða ís sýna …
Þau svæði heimsins sem eru þakin snjó eða ís sýna svo ekki verði um villst hve aðkallandi það er orðið að bregðast við hnattrænum afleiðingum loftslagsbreytinga, að mati vísindamanna. Ef ekki er brugðist við strax geta afleiðingarnar ekki aðeins orðið alvarlegar og hraðar heldur einnig óafturkræfar. Um þetta verður fjallað á fjölþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsmál í Norræna húsinu í dag. mbl.is/RAX

„Viðvörun úr norðri: Mikilvægi þess að ná 1,5°C markmiðinu“ er yfirskrift fjölþjóðlegrar ráðstefnu um loftslagsmál, sem fram fer í Norræna húsinu í Reykjavík í dag milli klukkan 13 og 15:30. Hægt er að fylgjast með ráðstefnunni í beinu streymi.

Á ráðstefnunni munu vísindamenn, samningamenn og ráðgjafar í loftslagsmálum víða að úr heiminum og aðrir ræða bæði vísindin og stefnumörkunina að baki hinu hnattræna markmiði að halda loftslagshlýnun innan við 1,5°C á þessari öld. Sérstaklega er horft til bráðnunar heimskautaíssins og þiðnunar „freðhvolfsins“ og lærdómanna af þeirri þróun.

Að ráðstefnunni standa umhverfis- og auðlindaráðuneytið, ICCI (International Cryosphere Climate Initative), Háskóli Íslands - Rannsóknasetur um norðurslóðir og umhverfis- og auðlindafræði, Veðurstofa Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Vísinda- og nýsköpunarnet breskra stjórnvalda (Science and innovation network, SIN) og breska sendiráðið í Reykjavík.

Dr. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, dósent í jöklafræði við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, verður á meðal fyrirlesara, en dagskrána í heild sinni má sjá hér:

Session 1 – Changing Cryosphere, Global Impacts

13:00 – 13:30

Glaciers Around the World – How Much Can We Save at 1.5

Dr. Guðfinna Aðalgeirsdóttir, University of Iceland and Lead Author, IPCC AR6 Ch. 9 (Oceans, cryosphere and sea level change)

Polar Ocean Acidification and Moving Beyond 450ppm: Impacts on Fisheries and Ecosystems

Dr. Humberto Gonzalez, Institute of Marine Science and Limnology, University of Chile-Austral

Learning from Earth’s History — Ice Sheet Response Beyond 1.5 degrees

Dr. Julie Brigham-Grette, University of Massachusetts-Amherst and National Academy of Sciences (US) Polar Research Board

13:30 – 13:50 Panel Discussion — the International Policy Response  (Chile, Netherlands, UK, Switzerland, IcelandMet)

13:50-14:00 Questions from the audience

14:00-14:20 Coffee

14:20 – 14:30 Intro to Iceland TV Documentary on Climate Change

Session 2 – How Can Countries Respond?

14:30 – 15:10

Story of the 1980’s – “The Decade We Almost Stopped Climate Change”

Rafe Pomerance, Chairman of Arctic 21 and former Deputy Assistant Secretary of State for Environment (US), 1993-99

Pathways to 1.5 Degrees: A Matter of Political Will, Not Science

Dr. Joeri Rogelj, Imperial College/IIASA and Coordinating Lead Author (Chapter 2, Pathways) for the IPCC Special Report on 1.5 degrees and Lead Author, IPCC AR 6 (Ch. 5, Carbon Budgets)

Where Do Countries Stand in the 1.5, 2 and Higher Temperature Pathway Goals?

Dr. Michiel Schaeffer, Climate Analytics and Wageningen University

The Clean Energy Transition: The UK Journey

Dr. Mikael Allan Mikaelsson, Europe Head of Energy Research and Innovation, UK Foreign & Commonwealth Office

15 :00– 15:20 Panel Discussions – Country-level Responses (Sweden, France, Iceland, Canada, U.S. Climate Alliance)

15:20- 15:30 questions from the audience

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert