Götuhreinsun tafist um viku

„Þeir byrjuðu aðeins á miðvikudaginn og hafa verið að nota …
„Þeir byrjuðu aðeins á miðvikudaginn og hafa verið að nota tveggja til þriggja tíma glugga til að sópa í senn.“ mbl.is/​Hari

Til stóð að hreinsun gatna borgarinnar hæfist 1. apríl en það varð ekki raunin, enda snjóaði þann dag. Segja má að hreinsun hafi tafist um viku og ekki er hægt að hreinsa nema hitastig sé að minnsta kosti tvö stig.

Þetta segir Björn Ingvarsson, deildarstjóri þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is. „Þeir byrjuðu aðeins á miðvikudaginn og hafa verið að nota tveggja til þriggja tíma glugga til að sópa í senn, en það er enginn gangur kominn í þetta. Þetta byrjar allt saman í þessari viku.“

Grár dagur er í borginni í dag og af því tilefni býður Strætó farþegum fríar ferðir í gegn um appið. 

Til stendur að Reykjavíkurborg sendi út tilkynningu vegna hreinsunar gatna á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert