ESB á Íslandi flytur

Sendinefnd ESB á Íslandi er nú til húsa á Hafnartorgi.
Sendinefnd ESB á Íslandi er nú til húsa á Hafnartorgi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sendinefnd Evrópusambandsins gagnvart Íslandi er flutt á Kalkofnsveg 2 í Reykjavík, en hún var áður til húsa við Ármúla og þar áður í Aðalstræti.

Sendinefndin tók fyrst til starfa á Íslandi í byrjun árs 2010 í kjölfar þess að þáverandi ríkisstjórn hafði sótt um inngöngu í Evrópusambandið.

Fyrir þann tíma var málefnum tengdum Íslandi sinnt af sendinefnd Evrópusambandsins í Noregi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert