Riftun á lífskjarasamningi komi til greina

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. mbl.is/Eggert

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að til greina komi að rifta nýundirrituðum lífskjarasamningi, bregðist Samtök atvinnulífsins ekki við með viðeigandi hætti. Þetta kom fram í máli Sólveigar í kvöldfréttum RÚV.

Greint var frá því fyrr í dag að Efl­ing hef­ur kraf­ist fund­ar með fram­kvæmda­stjóra Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, Hall­dóri Benja­mín Þor­bergs­syni, í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara vegna vanefnda á ný­und­ir­rituðum kjara­samn­ingi. Óskað er eft­ir að fund­ur­inn fari fram eft­ir viku, 28. maí kl. 13. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Málið kem­ur til vegna hópupp­sagn­ar hót­el­stjór­ans Árna Vals Sólons­son­ar á launa­kjör­um starfs­fólks síns um­svifa­laust eft­ir samþykkt kjara­samn­ing­anna. Seg­ir í upp­sagn­ar­bréf­inu að þetta sé „til að lækka launa­kostnað“ vegna „vænt­an­legs kostnaðar­auka“.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa sent bréf til Efl­ing­ar þar sem þau þver­neita að þetta séu und­an­brögð vegna launa­hækk­ana í kjara­samn­ing­in­um. Eng­in skýr­ing er gef­in á þeim orðum upp­sagn­ar­bréfs­ins, sem starfs­mönn­um var skipað að skrifa und­ir á staðnum, að „vænt­an­leg­ur kostnaðar­auki“ væri ástæða upp­sagn­anna.

Sólveig Anna sagði í kvöldfréttum RÚV að SA verði að láta sína félagsmenn vita af því að framkoma, líkt og félagsmönnum Eflingar hafi verið sýnd, sé með öllu ólíðandi og tryggja að það sé hægt fyrir Eflingu sem samningsaðila að geta treyst því að orð standi. Annars verði fátt annað í stöðunni en að rifta samningnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert