Orkupakkinn þýðir takmörkun á fullveldi

Arnar Þór Jónsson.
Arnar Þór Jónsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Yrði þriðji orkupakkinn innleiddur í íslenskan rétt mundi það fela í sér takmörkun á fullveldi þjóðarinnar í raforkumálum. Íslendingar væru að játa sig undir það að raforka, eins og hver önnur vara, flæddi frjáls á milli landa.

Þetta er mat Arnars Þórs Jónssonar héraðsdómara. Í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í dag segir Arnar að þeir „fyrirvarar sem ráðmenn hafa veifað yrðu ekki pappírsins virði í samningsbrotamáli fyrir EFTA-dómstólnum.“

Í framhaldinu hefði íslenska ríkið tvo valkosti; að heimila lagningu sæstrengs eða greiða himinháar skaðabætur. Eftir að tengingu yrði komið á myndi ESB-stofnunin ACER taka við stjórnartaumum í þessum efnum og láta ESA um framkvæmdina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert