Engin skipulögð leit næstu daga

Björgunarsveitarmenn við leit að Rimu þriðja dag jóla.
Björgunarsveitarmenn við leit að Rimu þriðja dag jóla. mbl.is/Jónas Erlendsson

Ákvörðun um frekari leit að Rimu Grunskyté Feliksasdóttur verður ekki tekin fyrr en á nýju ári. Þetta segir Sveinn Kr. Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Hann segir engar nýjar upplýsingar hafa komið fram við rannsókn málsins síðustu daga, en ekki eru taldar líkur á að Rima finnist á lífi.

Hennar hefur verið saknað frá því 20. desember. Talið er að hún hafi fallið í sjóinn við Dyrhólaey en Þar fannst bíll hennar. 

Þrátt fyrir að skipulögð leit hafi ekki farið fram síðustu daga hafa björgunarsveitarmenn nýtt tækifærið og leitað þess á milli, að sögn Davíðs Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Ellefu björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitunum Víkverja í Vík og Lífgjöf í Álftaveri leituðu Rimu í dag en leit lauk án árangurs um klukkan fjögur.

Davíð segir að björgunarsveitir nýti þau tækifæri sem gefist til leitar, en vindur og mikið brim hefur gert björgunarsveitarmönnum erfitt fyrir að athafna sig við strandlengjuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert