Síðasta stóra leitin að Rimu í dag

Leitin að Rimu hefur lítinn sem engan árangur borið.
Leitin að Rimu hefur lítinn sem engan árangur borið. mbl.is/Jónas Erlendsson

Síðasta stóra leitin að Rimu Grun­skyté Feliks­as­dótt­ur, sem tal­in er hafa fallið í sjó­inn við Dyr­hóla­ey, fer af stað um klukkan hálftólf í dag. Stærra svæði verður undir en áður og fjöldi björgunarsveita mun koma að leitinni. 

Þetta segir Orri Örvarson, formaður, björgunarsveitarinnar Víkverja, sem er ein af þeim sveitum sem tekur þátt í aðgerðunum í dag. 

Orri segir óvíst hversu margir komi að leitinni en fjöldinn verði þó meiri en áður. Það viðrar ágætlega til leitar í dag. 

„Það stendur til að taka að taka svolítið stórt svæði fyrir í dag, stærra svæði en áður.“

Spurður hvort ekki standi til að senda kafara til að leita Rimu segir Orri að Suðurströndin bjóði einfaldlega ekki upp á það. 

Leitin í dag mun standa til myrkurs en Rimu hefur verið leitað óslitið frá þorláksmessu, að undanskildum gærdeginum. Þá var hennar ekki leitað. Ekkert hefur spurst til Rimu frá 20. desember síðastliðnum. Að sögn Orra hafa engar nýjar vísbendingar um hvarf Rimu komið fram á síðustu dögum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert