Tryggja þurfi framtíð Icelandair með aðkomu ríkisins

Fulltrúar Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis hafa beðið um sameiginlegan nefndarfund vegna vanda Icelandair. Samfylkingin telur afar mikilvægt að funda um stöðuna á breiðum grundvelli og að þessar tvær þingnefndir Alþingis taki málið til umfjöllunar.

„Fyrirtækið er kerfislega mikilvægt og mörg þúsund manns eiga afkomu sína undir starfsemi þess. Það skiptir íslenskan almenning og íslenskt samfélag gríðarlega miklu máli að starfsemi og störf Icelandair séu varin,“ segir í tilkynningu.

Þá segir, að þingflokkur Samfylkingarinnar telji að tryggja þurfi framtíð Icelandair með öflugri aðkomu ríkisins og velja leiðir til þess sem tryggja hagsmuni almennings til lengri og skemmri tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert