Var brugðið þegar hún las erindið

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við verkfallsvörslu á leikskólanum Seljakoti.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við verkfallsvörslu á leikskólanum Seljakoti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólveigu Önnu Jónsdóttiu, formanni Eflingar, var brugðið þegar hún las erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna vegna verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögunum.

Þessu greinir hún frá á facebooksíðu sinni.

„Umboðsmaður barna telur að félagsmenn mínir, sem hafa verið samningslausir í meira ár, fólk sem tilheyrir þeim hópi sem er á lægstu launum allra á íslenskum vinnumarkaði, hafi átt að ráðfæra sig við börn áður en ákvörðun var tekin um að leggja niður störf,“ skrifar Sólveig Anna.

„Máli sínu til stuðnings vísar umboðsmaður í 12 grein Barnasáttmálans sem segir að öll börn eigi að geta látið skoðanir sínar frjálslega í ljós og að taka skuli tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska. Þessum rétti barna er stillt upp gegn lögvörðum rétti minna félagsmanna til að ganga til atkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi verkfallsaðgerðir til að knýja á um réttmæt laun fyrir unna vinnu.“

Sólveig Anna kveðst ekki skilja hvernig hægt er að sjá málið með þessum augum og segir að verið sé að nota hagsmuni barna til að hafa áhrif á mikilvæga baráttu fólks fyrir efnahagslegu réttlæti.

„Hvernig getur það verið hlutverk umboðsmanns barna?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert