Siðlaust að láta vinna uppsagnarfrest

Ragnar Þór segir margt óljóst í úrræðum stjórnvalda og að …
Ragnar Þór segir margt óljóst í úrræðum stjórnvalda og að margir lentu milli skips og bryggju. mbl.is/​Hari

Formaður VR segir það siðlaust að fyrirtæki, sem sagt hafa upp starfsfólki og sækja styrk til ríkissjóðs til að greiða uppsagnarfrest, láti starfsfólk sitt vinna uppsagnarfrest.

Þetta sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í rafrænu spjalli frá höfuðstöðvum VR nú í hádeginu. Þar gafst félagsmönnum kostur á að spyrja formann spurninga og sneri ein þeirra að því hvort fyrirtæki mættu láta starfsfólk sitt vinna fullan uppsagnarfrest.

Ragnar Þór sagði svo vera. „Að okkar mati er þetta algjörlega siðlaust. Við töldum að þetta úrræði væri fyrir fyrirtæki sem hefði ekki vinnu fyrir fólkið, en þetta virðist mega miðað við þau úrræði sem stjórnvöld kynntu.“

Þar virðist Ragnar Þór sammála Drífu Snædal, forseta ASÍ, sem sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að að eðli málsins samkvæmt ættu fyrirtæki sem nýta sér þessa leið að hafa verulega takmarkaða eða enga starfsemi og að skoða þurfi hvort eðlilegt sé að láta starfsfólk vinna uppsagnarfrest undir þeim kringumstæðum.

Fyrirtæki nýti sér úrræði í annarlegum tilgangi

Ragnar Þór segir margt óljóst í úrræðum stjórnvalda og að margir lentu milli skips og bryggju. Kjaramálasvið VR og ASÍ hefðu verið á fullu að púsla og plástra og fá á hreint áltamál og að gerst hefði að fyrirtækju hefðu mislesið aðstæður. „Svo höfum við sjaldan fengið eins mikið af tilkynningum um fyrirtæki sem brjóta á réttindum starfsfólks og nýta sér þessi úrræði í annarlegum tilgangi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert