Á fertugsaldri í öndunarvél

Undirbúningur fyrir upplýsingafund dagsins.
Undirbúningur fyrir upplýsingafund dagsins. Ljósmynd/Lögreglan

Einn einstaklingur hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild í öndunarvél með COVID-19. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna.

Þórólfur sagði að um væri að ræða einstakling á fertugsaldri.

Nokkrir fleiri eru til skoðunar á Covid-göngudeildinni, sagði Þórólfur enn fremur.

Hann sagðist sjá merki um frekari veikindi, alvarleg veikindi, líkt og síðasta vetur. Ekki væru sjáanleg merki um að veiran væri veikari en áður.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Lögreglan
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert