Fólk með einkenni á ferðinni

Alma Möller landllæknir á fundinum í dag.
Alma Möller landllæknir á fundinum í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Brögð eru að því að fólk sem er með einkenni, sem reynist vera kórónuveirusmit, sé á ferðinni. Fólk með einkenni verður að halda sig heima.

Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag.

Alma hamraði á því að fólk með einkenni veirunnar haldi sig heima, fari í sýnatöku og haldi sig til hlés þar til öruggt er að ekki sé um smit að ræða.

Hún benti á að algengustu einkennin væru hálssærindi, vöðvaverkir, hiti, hósti, andþrengsli eða mæði og slappleiki. Sjaldgæfari einkenni eru uppköst, niðurgangur og skyndilegar breytingar á bragð- og lyktarskyni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert