„Könnumst ekki við að bera hann svona fram“

Máltíð fyrir eldriborgara í boði Reykjavíkurborgar.
Máltíð fyrir eldriborgara í boði Reykjavíkurborgar. Ljósmynd/Facebook

Forstöðumaður framleiðslueldhúss á velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir mat fyrir eldri borgara í Norðurbrún ekki afgreiddan líkt og sagt var frá í frétt mbl.is frá því fyrr í dag. Í facebookfærslu dóttur eins íbúa á Norðurbrún sést hvernig brauð er borið fram með plokkfiski á miður geðslegan hátt og varð það kveikjan að málinu.

„Þessi matur er vissulega frá okkur en við könnumst ekki við að bera hann svona fram,“ segir Eyjólfur Einar Elíasson, forstöðumaður framleiðslueldhúss á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, í samtali við mbl.is.

Hann segir starfsmenn Norðurbrúnar skammta á diska í eldhúsi þjónustuíbúðanna og vegna kórónuveirufaraldursins sé íbúum skipt í tvennt; helmingur borði í íbúðum sínum en helmingur í matsal. Því beri starfsmenn Norðurbrúnar matinn fram fyrir íbúana.

Mistökin að setja brauðið ofan á plokkfiskinn

„Allur matur til félagsmiðstöðva er afgreiddur heitur, í stórum ílátum, fiskur og kjöt og allt meðlæti hvað í sínum bakka. Þá er ætlast til að skammtað sé á diska fyrir viðskiptavini og þeir spurðir hvers þeir óski.

Mistökin eru án efa þau að brauðið sem borið var fram var sett ofan á fiskigratínið þannig að eðlilega blotnar það, sem er ekki beint skemmtilegt. Hins vegar er það alrangt að við höfum sett gratínið inn í brauðið eins og lýst hefur verið.“

Hann segir að velferðarsvið hafi rætt við forstöðumann Norðurbrúnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert