Vilja ekki taka yfir rekstur flugvallarins

Flugvöllurinn er á bökkum hinnar gjöfulu laxveiðiár, Hofsár í Vopnafirði, …
Flugvöllurinn er á bökkum hinnar gjöfulu laxveiðiár, Hofsár í Vopnafirði, skammt frá þorpinu. mbl.is/Einar Falur

Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps hefur ekki áhuga á að taka yfir rekstur Vopnafjarðarflugvallar af Isavia og leggur áherslu á að það sé ekki hlutverk sveitarfélagsins.

Isavia rekur flugvöllinn. Starfsmaður vallarins fer á eftirlaun á næsta ári og vörpuðu stjórnendur Isasvia fram þeirri hugmynd hvort Vopnafjarðarhreppur myndi vilja taka reksturinn að sér, á svipuðum forsendum og Langanesbyggð sem rekur flugvöllinn á Þórshöfn samkvæmt samningum við Isavia og fær greitt fyrir. Hefur sá rekstur gengið vel, samkvæmt upplýsingum Isavia.

Hreppsráð hafnaði þessu, sér ekki hag í því fyrir sveitarfélagið að taka yfir rekstur flugvallarins, miðað við þær upplýsingar sem liggja fyrir. Bendir hreppsráð á að rekstur flugvalla sé ekki hlutverk sveitarfélaga. Ráðið hvetur ríkið jafnframt til að standa vörð um opinber störf á landsbyggðinni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert