19 ný innanlandssmit: mesti fjöldi frá 9. apríl

Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar.
Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

19 ný smit kórónuveiru greindust innanlands í gær, en talan er þó óstaðfest. Þetta segir Thor Aspelund, pró­fess­or í líf­töl­fræði og ábyrgðarmaður spálík­ans Há­skóla Íslands um þróun kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins hér á landi, í samtali við mbl.is. Hann greindi fyrst frá þessu í morgunútvarpinu á Rás 2. 

Þótt tölurnar séu óstaðfestar hljóta þær að vera mjög nærri lagi, að sögn Thors sem segir aðspurður að þróunin komi sér á óvart. „Það er eitthvað í gangi.“ 

Um er að ræða mesta fjölda greindra innlendra smita síðan 9. apríl. Þann dag greindust 27 smit.

Á þriðjudag greindust 13 ný innanlandssmit.

Fyrir einungis viku var spálíkan Háskóla Íslands uppfært og gerði það ráð fyrir einu til fjórum smitum á dag næstu vikur en allt að átta smit gætu þó greinst á einum degi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert