Segja Lilju hafa svikið

Lilja hefur þó ekki lagt samninginn fram í ríkisstjórn eða …
Lilja hefur þó ekki lagt samninginn fram í ríkisstjórn eða kynnt með formlegum hætti. mbl.is/Eggert

Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur gert nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið ohf. (Rúv.), en samkvæmt honum eru tekjur stofnunarinnar tryggðar í bak og fyrir og engu breytt um umsvif Rúv. á auglýsingamarkaði.

Gríðarlegrar óánægju gætir með það hjá sjálfstæðismönnum á þingi, sem segja að Lilja hafi svikið loforð um samráð við gerð samningsins. Þeir segja að frumvarp hennar um styrki til einkarekinna fjölmiðla sé „steindautt“ fyrir vikið.

Enginn þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem Morgunblaðið ræddi við, vildi tjá sig undir nafni og sögðu þeir málið viðkvæmt. Fullyrt var að gremjan í garð Lilju teygði sig inn í ráðherralið flokksins.

Heimildarmenn meðal vinstrigrænna vildu sem minnst um málið segja, enda hefðu þeir aðeins heyrt um það á skotspónum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert