400 grömm af kókaíni í Heiðmörk

Maður í göngu fann efnið fyrir tilviljun.
Maður í göngu fann efnið fyrir tilviljun.

Fjögur hundruð grömm af kókaíni fundust grafin í jörðu í Heiðmörk í gær. Maður sem var í gönguferð um svæðið með hund sinn kom auga á torkennilegan hlut og gerði lögreglu viðvart. Þegar lögregla kom á vettvang og skoðaði böggulinn kom innihaldið í ljós.

Götuvirði efnanna er á sjöttu milljón.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að það hafi ekki síst verið hundi mannsins að þakka að efnin fundust enda grafin í jörðu. Engar frekari upplýsingar fást frá lögreglu að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert