Hópur fólks sem vill ekki fara til baka

Hópur fólks hefur valið að fara ekki til baka þó …
Hópur fólks hefur valið að fara ekki til baka þó búið sé að aflétta rýmingu af húsum þeirra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er hópur Seyðfirðinga sem er utan rýmdra svæða sem treystir ekki hlíðinni fyrir ofan Seyðisfjörð og velur að flytja ekki til baka þó það sé heimilt. Á þetta einnig við um fólk sem á heimili er á stöðum í bænum þar sem ekki hefur komið til rýmingar síðan í desember.  

Múlaþing hefur haft milligöngu að því að koma öllum í húsnæði. Er bæði um að ræðaleiguhúsnæði á Seyðisfirði og Egilsstöðum, húsnæði sem fólk hefur boðið fram á þessum stöðum, auk þess sem sumir hafa valið að dvelja í sumarhúsnæði í eigin eigu.

Skilningur á því að fólk vilji bíða 

Björn Ingimarsson, sveitastjóri Múlaþings segir að mikill skilningur sé á stöðu fólks. „Það kemur ekkert á óvart að fólki vilji bíða og sjá og átta sig betur á stöðu mála áður en það ákveður að fara til baka. Við höfum fullan skilning á því og höfum aðstoðað alla varðandi húsnæðismál sem hafa óskað eftir því. Það verður gert að minnsta kosti út þennan mánuð og svo verður staðan tekin,“ segir Björn.

Björn Ingimarsson
Björn Ingimarsson

Festa annað húsnæði fyrir fólk 

Hann segir að búið sé að setja sig í samband við alla íbúa sem eru á svæðum sem geta mögulega verið rýmd. Svo mun verða þar til endanlegar ofanflóðavarnir verða tilbúnar. Þangað til hefur sveitafélagið gert áætlun þar sem allir sem eru á þeim stöðum þar sem getur komið til rýmingar hafi í önnur hús að vernda.

Ljóst er að bæjarmyndin mun breytast nokkuð á Seyðisfirði.
Ljóst er að bæjarmyndin mun breytast nokkuð á Seyðisfirði. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

„Við höfum verið í sambandi við alla þessa íbúa með það fyrir sjónum að festa annað húsnæði fyrir þá ef til rýmingar kemur,“ segir Björn. Til áréttingar þá hefur sveitafélagið einnig haft milligöngu um að finna húsnæði fyrir þá sem ekki hefur verið gert að rýma hús sín en velja að vera ekki í þeim. „Fólk hefur skilning á því að þetta tekur tíma og þess vegna hefur sveitafélagið ákveðið að styðja við bakið á fólki með þessum hætti,“ segir Björn.

Háð niðurstöðu úr hættumatinu 

Upp hefur komið umræða meðal sumra íbúa sem búa neðst í hlíðinni um að þeir vilji að sveitarfélagið kaupi af þeim eignirnar svo það geti valið sér nýja búsetu. „Það mun verða háð þeim niðurstöðum sem við fáum úr hættumatinu. Eins og í þeim húsum þar sem altjón varð. Þar var ekki heimilað að byggja aftur innan svæðisins. Þessi umræða hefur ekki komið til tals, að kaupa hús þar sem ekki hefur komið til rýmingar," segir Björn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert