Mjög mikilvægt að taka allan vafa af heimildum

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Eins og þetta var lagt upp með þá voru mikilvægustu breytingarnar þær að það væri hægt að beita ýmsum ráðstöfunum til þess að setja fólk í sóttkví, fólk sem væri grunað um en þyrfti ekki að vera með staðfesta sýkingu eins og lögin sögðu til um,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um breytingar á sóttvarnalögum sem samþykktar voru á Alþingi í gær.

Í samtali við mbl.is segist Þórólfur þó ekki hafa séð hver endanleg útfærsla laganna væri, en hann fagni því að breytingarnar hafi verið samþykktar. „Ef þetta er eins og lagt var upp með þá er það bara mjög gott og síðan þarf bara að fara yfir það nákvæmlega hvernig lagaheimildirnar eru núna fyrir því sem menn kunna að vilja gera.“

Helstu breytingarnar sneru að því að geta beitt aðgerðum vegna fólks sem léki grunur á um að væri með smit, sem áður voru áhöld um í lögum hvort heimilt væri.

„Við vorum náttúrulega að hugsa um ýmislegt, að skylda fólk í sóttvarnahús til dæmis. Það hafa verið spurningar um hvort megi vísa fólki úr landi sem neitar að fara í sýnatöku, hvort það sé hægt að skylda fólk til að koma með ákveðin próf til landsins. Það voru allavega einhverjar bollaleggingar um það hvort það væru heimildir til að gera ýmsar svona kröfur og samkvæmt þeim breytingum sem átti að gera var að það léki enginn vafi á því að það væri heimild fyrir einhverjum svona ráðstöfunum, og ég held það sé bara mjög mikilvægt ef það verður svo.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert