Samþykktu breytingar á sóttvarnalögum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heildarendurskoðun á sóttvarnalögum var samþykkt á Alþingi í dag með 47 samhljóða atkvæðum.

Svandís sagði að með þessu væri verið að skjóta styrkari stoðum undir lagastoðir sóttvarnaaðgerða og því væri þetta mikilvægt skref.

Enn fremur fagnaði hún samstöðu og yfirvegun þingheims í flóknu máli.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ljósmynd/Almannavarnir

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í morgun að herða þyrfti takmarkanir á landamærum vegna Covid-19 faraldursins enn frekar.

Hann sagði að fyrsta skrefið væri að tryggja lagagrundvöll fyrir breytingum og skoraði á þingheim að samþykkja breytingar á sóttvarnalögum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert