Beittu ekki óþarfa valdi

Myndir náðust af handtökunni.
Myndir náðust af handtökunni. Ljósmynd/Refugees In Iceland

Í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra kemur fram að farið hafi fram frumskoðun á myndefni af atviki þar sem tveir palestínsk­ir hæl­is­leit­end­ur voru hand­tekn­ir af lög­reglu í mót­töku Útlend­inga­stofn­un­ar.

Bendir sú skoðun til að ekki hafi verið um óþarfa eða óhóflega valdbeitingu að ræða, miðað við þær aðstæður sem sköpuðust á vettvangi.

Ákvörðun um valdbeitingu sé ávallt tekin samkvæmt mati stjórnanda á vettvangi, m.a. með það að markmiði að tryggja öryggi hins handtekna eða annarra. Þá staðfestir embættið að einstaklingarnir sem um ræðir eru farnir af landi brott í samræmi við ákvörðun viðeigandi yfirvalda um frávísun þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert