„Flugstöðin er ekki í neinni niðurníðslu“

Stykkishólmsbær gerði tvær atrennur að því að hreinsa húsið í …
Stykkishólmsbær gerði tvær atrennur að því að hreinsa húsið í fyrra. Ljósmynd/Sigurður Ingimarsson

Upp úr 1980 var fjöldi flugstöðva reistur um allt land. Áætlunarflug hefur færst yfir á færri staði síðustu ár og mæta minni lendingarstaðir því afgangi. Isavia sér um rekstur þessara flugvalla fyrir ríkið og átti flugstöðvarnar en stöðuleyfi þeirra er háð því að flugvöllurinn sé á svæðinu.

Vegna óvissu um framtíð tiltekinna lendingarstaða úti á landi seldi Isavia sveitarfélögunum flugstöðvarnar á lágu verði og kom sér þannig undan þeirri kvöð að þurfa seinna að standa straum af kostnaði við niðurrif eða brottflutning húsnæðisins, auk þess að spara við sig í rekstri og viðhaldi. Sveitarfélögin nota flugstöðvarnar í ýmsum ólíkum tilgangi. Í Stykkishólmi er hún notuð sem geymsla fyrir bæinn.

Flugstöðin í Stykkishólmi hefur vakið athygli meðal flugáhugamanna vegna ófrýnilegrar ásýndar. „Það sem fólki finnst kannski leiðinlegast er að sjá þessi verðmæti grotna niður,“ segir Matthías Sveinbjörnsson, forseti flugmálafélags Íslands.

Einar Strand, kerfisstjóri í Stykkishólmi, segir að flugstöðin sé ekki í neinni niðurníðslu. „Plasthúðin af járnplötunum er bara að flagna. Það er ekki hægt að mála fyrr en hún er flögnuð af,“ útskýrir hann í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert