Afkoma Arion banka töluvert fram úr spám

Arion banki.
Arion banki. mbl.is/Ómar

Afkoma Arion banka á öðrum ársfjórðungi virðist vera umtalsvert hærri en spár greiningaraðila gerðu ráð fyrir. Þetta kemur fram í drögum að uppgjöri annars ársfjórðungs bankans.

Rekstartekjur Arion námu um 15 milljörðum króna en rekstrarkostnaður á sama fjórðungi rúmum sex milljörðum. Afkoman fjórðungsins er því um 7,8 milljarðar króna og reiknuð arðsemi á ársgrundvelli ríflega 16%. 

Virðisbreyting útlána stærsta breytan

„Stærsta breytingin milli ára liggur í virðisbreytingu útlána sem var jákvæð um 0,8 milljarð króna á öðrum ársfjórðungi 2021 en á sama tíma fyrir ári var virðisbreyting neikvæð um 0,9 milljarð króna og tengdist að mestu þeirri óvissu sem uppi var vegna COVID-19 faraldursins,” segir í tilkynningunni en hreinar þóknunartekjur hækkuðu einnig um tæpan milljarð frá sama tíma í fyrra.

Þessar upplýsingar eru kunngerðar með fyrirvara um að uppgjörið fyrir ársfjórðunginn sé enn í vinnslu og könnunarvinnu endurskoðenda ekki lokið. Uppgjörið verður birt þann 28. júlí og kann að taka breytingum þangað til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert