Nefnir tvær mögulegar ástæður fyrir minni veltu

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að aukin notkun erlendra færsluhirða sé helsta ástæða þess að erlend kortavelta dróst saman í apríl.

Þetta segir hann spurður um ástæðu þess að erlend kortavelta hafi dregist saman um 23,6%, eða 16,75 milljarða króna, á milli ára, eims og kemur fram í nýjum tölum frá Rannsóknarsetri verslunarinnar.

Mikilvægt að skoða regluverkið

Jóhannes Þór segir vera tvær mögulegar ástæður fyrir því að erlend kortavelta hafi dregist saman. 

„Við erum að sjá þá þróun frá því í fyrra að neysla á hvern ferðamann er að lækka. Svo eru stóru breyturnar þarna hreyfingar á stórum ferðaþjónustufyrirtækjum til erlendra færsluhirða sem skila ekki gögnum.“

Hann segir ferðaþjónustuna og Rannsóknarsetrið vera meðvituð um þessa þróun og mikilvægt að skoða með hvaða hætti breyta þurfi regluverkinu svo þessi gögn berist til landsins, til að  Seðlabanki Íslands hafi yfirlit yfir færsluhirðingu í landinu.

Erlendir ferðamenn á Íslandi.
Erlendir ferðamenn á Íslandi. mbl.is/Eyþór

Þróun sem halda muni áfram

Jóhannes Þór nefnir að mörg ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið óánægð með ákvarðanir hjá innlendri færsluhirðingu fyrirtækja bæði á meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð og eftir hann. 

„Þar byrjaði ákveðin óánægja sem er að skila sér í því að þau leita út fyrir landsteina til annarra fyrirtækja,“ segir hann og kveðst frekar eiga von á því að þessi þróun haldi áfram. 

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri og Rann­veig Sig­urðardótt­ir vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu.
Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri og Rann­veig Sig­urðardótt­ir vara­seðlabanka­stjóri pen­inga­stefnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þörf á vaxtalækkun

Spurður um ákvörðun Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum segir Jóhannes Þór það hamla mjög áframhaldandi fjárfestingu og uppbyggingu í ferðaþjónustunni.

„Vaxtatækið er gert til þess að hægja á flæði fjár í samfélaginu. Það er nákvæmlega það sem það er að gera og við erum farin að þurfa mjög á því að halda í ferðaþjónustunni, eins og í öðrum greinum, að vextir taki að lækka svo að vaxtarlækkunarferlið geti byrjað og erum við orðin óþreyjufull yfir því. Þannig að þetta eru vonbrigði,“ svarar hann. 

Jóhannes Þór segir mikla óþreyju vera í samfélaginu vegna hárra stýrivaxta og að það muni hafa áhrif á þá þjónustu sem ferðaþjónustufyrirtæki geti boðið upp á og hvernig þau verðleggja sig. 

„Þetta hjálpar ekki til við endurnýjun á ýmsu sem þarf til þess að greinin gangi sinn vanagang og allt svoleiðis hefur áhrif á rekstur. Það er erfitt að segja nákvæmlega hvaða áhrif þetta hefur á ferðamanninn en þau eru tæplega jákvæð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK