Einkennin ýmist væg eða engin

Starfsmenn Landspítalans í hlífðarbúnaði í október 2020.
Starfsmenn Landspítalans í hlífðarbúnaði í október 2020. Ljósmynd/Landspítali

Alls greindust 40 einstaklingar með kórónuveirusmit um helgina, 21 innanlands og 19 á landamærunum. Einn hinna smituðu liggur á Landspítalanum. Enginn er alvarlega veikur og einkennin eru ýmist væg eða engin, að sögn Runólfs Pálssonar, yfirmanns Covid-göngudeildar.

Samkvæmt tilkynningu Almannavarna eru flestir hinna smituðu bólusettir. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, segir að flestir sem þar dvelji í einangrun séu bólusettir ferðamenn á leiðinni úr landi og hafi þess vegna farið í sýnatöku. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert