Framhaldsskólanemar fá fríar tíðarvörur

Nánast allir framhaldsskólar landsins munu bjóða nemendum sínum upp á …
Nánast allir framhaldsskólar landsins munu bjóða nemendum sínum upp á gjaldfrjálsar tíðarvörur þetta skólaár. mbl.is/Sverrir

Nánast allir framhaldsskólar landsins munu bjóða nemendum sínum upp á gjaldfrjálsar tíðavörur þetta skólaár. Þetta kemur fram í svari Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um gjaldfrjálsar tíðavörur í skólum og félagsmiðstöðvum.

Í svari Lilju kemur fram að hann hafi sent skólameisturum allra framhaldsskóla bréf í mars á þessu ári og beindi því til skólanna að sjá til þess að tíðavörur yrðu aðgengilegar og gjaldfrjálsar fyrir nemendur framhaldsskóla fyrir lok síðasta skólaárs.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Arnþór Birkisson

Engin svör frá Framhaldsskólanum á Laugum

Lilja segir allnokkra framhaldsskólar hafa boðið upp á gjaldfrjálsar tíðavörur í nokkur ár en að aðrir skólar hafi brugðist við bréfi hans og munu allir bjóða þessar vörur gjaldfrjálsar frá og með skólaárinu 2021–2022.

Ekki fengust upplýsingar um hvort Framhaldsskólinn á Laugum hygðist bjóða upp á gjaldfrjálsar tíðarvörur fyrir nemendur sína.

70% grunnskólar með gjaldfrjálsar tíðarvörur

Andrés spurði einnig út í stöðuna í grunnskólum landsins. 

„Ráðuneytið getur ekki séð til þess að sveitarfélög bjóði upp á tíðavörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum en hefur hvatt til þess að það verði gert. Mörg sveitarfélög hafa brugðist við og bjóða nú þegar upp á slíkar vörur í sínum mannvirkjum,“ segir í svari Lilju.

Tæp 30% sveitarfélaga bjóða ekki upp á gjaldfrjálsar tíðavörur í grunnskólum og félagsmiðstöðvum en settur er fyrirvari við það þar sem að af þeim 30% eru nokkur sveitarfélög að hefja umræðu um málið. Samkvæmt svari Lilju eru eftirfarandi sveitarfélög með málið í vinnslu: Kópavogsbær, Akrahreppur, Strandabyggð, Ísafjarðarbær og Kaldrananeshreppur.

Hvað varðar félagsmiðstöðvar bjóða um 68% sveitarfélaga upp á gjaldfrjálsar tíðavörur eða eru með það í vinnslu. Í svari Lilju kemur fram að eftirfarandi sveitarfélög séu með málið í vinnslu: Kópavogsbær, Vestmannaeyjabær, Akrahreppur, Strandabyggð, Hvalfjarðarsveit og Ísafjarðarbær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert