Fyrirlestri frestað í skugga ásakana um ritstuld

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrirlestri sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hugðist halda um efnahagsmál á landnámsöld hefur verið frestað. Þetta kemur fram á vef Miðaldastofu Háskóla Íslands.

Ástæðan fyrir frestuninni ekki tilgreind

Fyrirlesturinn átti að fara fram klukkan 16:10 í Lögbergi stofu 101 í dag. Tilefni fyrirlestursins er útgáfa nýrrar bókar Ásgeirs, Eyjan hans Ingólfs, sem fjallar um fjölskyldusögu Ingólfs landnámsmanns í Reykjavík. Í henni er efnahagslegur drifkraftur landnáms í tengslum við breytingar í alþjóðaverslun á tímum víkingaferðanna reifaðar. Miðaldastofa Háskóla Íslands stendur fyrir viðburðinum.

Á vef Miðaldastofu má þó sjá að fyrirlestrinum hafi verið frestað um ókominn tíma. Ekki er tilgreint hvers vegna ákveðið var að slá fyrirlestrinum á frest en ásakanir Bergsveins Birgissonar, rithöfundar og fræðimenns um ritstuld gætu átt þar hlut í máli.

Ný­verið gaf Ásgeir út bók­ina Eyj­an hans Ing­ólfs þar sem hann fjall­ar um land­nám Íslands en rit­höf­und­ur­inn Berg­sveinn Birg­is­son sak­ar Ásgeir um að hafa byggt bók­ina á verki sínu, Leit­in að svarta vík­ingn­um, án þess að geta heim­ilda.

Vísar ásökunum Bergsveins alfarið á bug

Ásgeir vísaði þessum ásökunum alfarið á bug í stuttri yfirlýsingu þar sem hann segir m.a. marga sagnfræðinga hafa lýst upphafi landnáms sem veiðimannasamfélagi og að það sé hans viti orðið að viðurkenndri söguskoðun.

„Um þetta er fjallað í upp­hafi bók­ar minn­ar Eyj­an hans Ing­ólfs og ég hef aldrei álitið að ég væri að leggja eitt­hvað nýtt í mörk­um í því efni,“ seg­ir hann í yf­ir­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert