Engin olíuleitarleyfi verða veitt

Engin frekari leyfi verða veitt fyrir olíuleit í lögsögunni.
Engin frekari leyfi verða veitt fyrir olíuleit í lögsögunni.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur í samráðsgátt stjórnvalda birt áform um lagafrumvarp, sem gerir ráð fyrir að lög frá árinu 2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis, verði felld úr gildi.

Í stjórnarsáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Ríkisstjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands.

Auk þess að fella fyrrgreind lög úr gildi er áformað að breyta lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins og og setja í þau ákvæði um bann við leit og vinnslu kolvetnis í efnahagslögsögunni.

Samkvæmt lögunum má enginn leita að efnum til hagnýtingar á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga í landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunni utan netlaga nema að fengnu skriflegu leyfi Orkustofnunar. Þannig gerir núgildandi löggjöf ráð fyrir að hægt sé að uppfylltum skilyrðum að fá útgefið leyfi til rannsóknar og vinnslu kolvetnis í efnahagslögsögu Íslands.

Engin leyfi í gildi

Fram kemur í samráðsskjalinu, að engir aðilar stundi nú leit, rannsókn eða vinnslu kolvetnis í efnahagslögsögunni og því komi áformin ekki inn á starfsemi neinna rekstraraðila. Orkustofnun gaf út þrjú sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu olíu og gass á svonefndu Drekasvæði á árunum 2013 og 2014 en þau hafa öll fallið úr gildi. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert