Vilja ókyngreinda klefa í Neskaupstað

Sundlaugin í Neskaupstað hefur verið vinsæl um áratugaskeið.
Sundlaugin í Neskaupstað hefur verið vinsæl um áratugaskeið. mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

„Í mörgum íþróttamannvirkjum okkar eru lausnir þegar fyrir hendi, klefar sem við getum nýtt. Sums staðar þarf hins vegar að fara í breytingar,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.

Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar á dögunum var lögð fram áskorun jafnréttisteymis Verkmenntaskóla Austurlands og íþróttakennara skólans um að gerðar yrðu úrbætur á íþróttamannvirkjum í Neskaupstað svo þau henti öllum kynjum.

Sískynja með klefa

„Eins og staðan er núna er aðeins búningsaðstaða fyrir sískynja fólk í íþróttahúsi og sundlaug í Neskaupstað sem þýðir að trans, intersex og kynsegin nemendur skólans sitja ekki við sama borð og aðrir nemendur,“ segir í áskoruninni þar sem þess er getið að í jafnréttisáætlun sveitarfélagsins sé vísað í stjórnarskrá Íslands um jafnræði auk þess sem staðhæft sé að sveitarfélagið leggi metnað í að tryggja íbúum jöfn tækifæri og virðingu. Sískynja er það fólk sem upplifir sig í því kyni sem því er úthlutað við fæðingu.

Umræddu erindi var vísað til umfjöllunar í fjórum nefndum sveitarfélagsins til umfjöllunar og skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2023 og segir Jón Björn að formlegt svar verði lagt fram þegar nefndirnar hafa fjallað um málið. Hann kveðst ekki búast við öðru en orðið verði við þessum óskum en að málið þurfi að fara í réttan farveg innan stjórnkerfisins.

„Þetta eru hlutir sem við þurfum að taka tillit til í dag. Nú er málið komið í ferli og við þurfum að koma því til aðgerða.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert