101 andlát tengt kórónuveirunni

Frá Covid-göngudeildinni.
Frá Covid-göngudeildinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

101 andlát hafa verið til­kynnt til sótt­varna­lækn­is sem tengj­ast smiti af völd­um Covid-19, þar af 64 í ár. Dregið hefur úr smitum en í dag liggja 48 sjúklingar á Landspítalanum með Covid. Tveir eru á gjörgæsludeild og annar þeirra í öndunarvél.

Flest andlát tengt veirunni hafa verið meðal 70 ára og eldri, 64 talsins.

Frá fyrsta staðfesta Covid-smitinu hér á landi, 28. febrúar 2020, hafa 181.391 smit verið staðfest eða 48,2% íbúa landsins.

Á vef embætiss landlæknis hefur komið fram að veiran hafi undanfarið náð til viðkvæmari hópa, til dæm­is eldra fólks og þeirra sem hafa und­ir­liggj­andi sjúk­dóma eða eru á ónæm­is­bæl­andi lyfj­um.

„Flest and­lát hafa orðið meðal ein­stak­linga með und­ir­liggj­andi áhættuþætti, þó það sé ekki al­gilt. Þátt­ur Covid-19 sýk­inga í and­lát­un­um get­ur því verið óljós í sum­um til­vik­um,“ seg­ir á heimasíðu embætt­is land­lækn­is. 

Þar er tekið fram að aðeins þau and­lát sem lækn­ar meta að Covid-19 hafi valdið, stuðlað að eða á ein­hvern hátt átt þátt í and­lát­inu á að til­kynna til sótt­varna­lækn­is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert