Skákkonur hafi verið áreittar á Reykjavíkurmótinu

mbl.is/Ómar

Breska skákkonan Tallulah Roberts greinir frá því á Twitter að hún og aðrar skákkonur hafi fundið fyrir vanvirðingu og orðið fyrir áreiti af hálfu karlkyns keppenda á Reykjavíkurmótinu sem fram fór í vikunni. 

Í röð færsla á Twitter segir Roberts að hún og fleiri kvenkyns keppendur hafi orðið fyrir vanvirðandi framkomu af hálfu nokkurra karlkyns keppenda á mótinu. Skákheimurinn sé ekki öruggur fyrir konur og að ekki dugi að láta sem svo sé. 

Roberts greinir meðal annars frá því að einn mótherji hennar hafi rutt niður taflmönnum hennar í kjölfar þess að hún benti honum á ólöglegan leik. Maðurinn hafi síðan strunsað burt í fússi. Þá hafi sami maður ekki viljað taka í hönd hennar áður en leikurinn hófst. Þá hafi annar maður tekið hana hálstaki á bar um kvöldið. 

Færslur Roberts hafa fengið töluverða athygli á Twitter, en hún segist ekki hafa viljað greina frá upplifun sinni fyrr en eftir að hún hafði yfirgefið Ísland. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert