Skóflustunga að guðhúsi í Grímsey

Ungur Grímseyingur, Konráð Sveinn Svafarsson, tók fyrstu skóflustunguna.
Ungur Grímseyingur, Konráð Sveinn Svafarsson, tók fyrstu skóflustunguna. Ljósmynd/Anna Björg Bjarnadóttir

Fánar voru drengir að húni og hátíðarstemning var ríkandi þegar er fyrsta skóflustunga að nýrri kirkju í Grímsey var tekin í dag. Af þessu tilefni flutti Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, hugvekju. Ungur Grímseyingur, Konráð Sveinn Svafarsson, tók síðan fyrstu skóflustunguna. Að því loknu var boðið upp á veislukaffi að hætti Grímseyinga.

Jafnframt menningarhús 

Miðgarðakirkja í Grímsey brann til grunna síðastliðið haust. Nánast frá fyrstu stundu hefur eindreginn vilji bæði eyjaskeggja og alþjóðar verið sá að reisa nýja kirkju. Sú verður á grunni þeirrar gömlu en nokkuð stærri. Kirkjan mun svo auk helgihalds þjóna hlutverki menningarhúss í Grímsey.  

Fornleifafræðingar kanna í vikunni hvort fornleifar séu í kirkjustæðinu.  Ef ekkert finnst má halda áfram. Þá verður tekinn grunnur að nýrri kirkjubyggingu, sem áformað er að vígja að ári, það er 2023.

 Samfélagslegt verkefni 

„Bygging nýrrar kirkju er viðamikið samfélagslegt verkefni sem Grímseyingar leggja nú allt kapp á að verði að veruleika. Þegar hafa safnast nokkrir fjármunir til byggingar hinnar nýju kirkju og eru eyjarskeggjar afar þakklátir öllum þeim sem hafa lagt verkefninu lið,” segir í tilkynningu.

Grímseyingar standa þó frammi fyrir þeirri staðreynd að enn vantar nokkurt fé til byggingar nýju kirkjunnar. Hefur af því tilefnið verið opnuð söfnunarsíðan grimsey.is/kirkja.

Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson flutti hugvekju við athöfnina í Grímsey …
Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson flutti hugvekju við athöfnina í Grímsey í dag. Ljósmynd/Anna Björg Bjarnadóttir
Kaffisamsæti í félagheimilinu Múla.
Kaffisamsæti í félagheimilinu Múla. Ljósmynd/Anna Björg Bjarnadóttir
Svona verður kirkjan nýja samkvæmt teikningum og tölvumyndum sem fyrir …
Svona verður kirkjan nýja samkvæmt teikningum og tölvumyndum sem fyrir liggja. mbl.is
Miðgarðakirkja sem brann síðasta haust.
Miðgarðakirkja sem brann síðasta haust. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert