Fundað um „ömurlega reynslu“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og Guðmundur Ingi Kristinsson varaformaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðalstjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi í kjölfar yfirlýsingar í gær frá efstu konum á lista flokksins á Akureyri. Lýstu konurnar þar „ömurlegri reynslu“ af samskiptum sínum við karlkyns forystu flokksins er að þeirra sögn hefði hunsað þær og lítilsvirt eins og greint var frá á mbl.is í gær.

„Á trúnaðarfundum flokksins vorum við sagðar of vitlausar eða jafnvel geðveikar til að vera marktækar. Sumar okkar máttu sæta kynferðislegu áreiti og virkilega óviðeigandi framkomu til viðbótar við að vera sagðar ekki starfinu vaxnar og geðveikar,“ segir í yfirlýsingunni en undir hana rita Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert