Miður sín vegna málsins

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég er vægast sagt harmi slegin,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, um yfirlýsingu efstu kvenna á lista flokksins á Akureyri þar sem þær segjast hafa verið lítilsvirtar og hunsaðar af karlkyns forystu flokksins.

„Þessi framkoma sem þarna er lýst er með slíkum ólíkindum að ég er miður mín,“ segir Inga, aðspurð.

Hún hefur kallað eftir fundi hjá aðalstjórn Flokks fólksins í kvöld þar sem málið verður tekið fyrir „eins fumlaust og af eins mikilli festu og virðingu fyrir þessu máli og við erum þekkt fyrir“.

Inga kveðst hafa heyrt af einhverjum núningi fyrir norðan en vissi ekki að málið væri svona alvarlegt.

Forystufólk í Flokki fólksins á Akureyri.
Forystufólk í Flokki fólksins á Akureyri. Ljósmynd/Flokkur fólksins

Ekkert heyrt af kæru 

Spurð segist hún jafnframt ekki vita til þess að málið hafi verið kært, en konurnar tala meðal annars um kynferðislega áreitni í yfirlýsingu sinni.

„Við þurfum að rannsaka þetta betur í stjórninni. Við munum kalla eftir upplýsingum og gefum okkur allan þann tíma sem við þurfum til þess að gera þetta vel.“

mbl.is

Bloggað um fréttina