Síðasta ferð Sigríðar hjá Icelandair

Sigríður Einarsdóttir með blómvönd að loknu sínu síðasta flugi.
Sigríður Einarsdóttir með blómvönd að loknu sínu síðasta flugi. mbl.is/Árni Sæberg

Sigríður Einarsdóttir, flugstjóri hjá Icelandair, fékk góðar móttökur þegar hún kom frá Kaupamannahöfn síðdegis í gær í sínu síðasta flugi fyrir félagið.

Hún lætur nú af störfum sakir aldurs, eftir langan og farsælan feril, hvar hún hefur verið fyrirmynd og frumkvöðull á marga lund. Sigríður segir að sér finnist alveg jafn skemmtilegt að fljúga í dag og þegar hún byrjaði fyrir 38 árum. Þá kveðst hún njóta þess að vinna með frábæru samstarfsfólki hjá Icelandair.

Sigríður hlaut góðar móttökur að loknu fluginu.
Sigríður hlaut góðar móttökur að loknu fluginu. mbl.is/Árni Sæberg

Sigríður varð árið 1984 fyrst kvenna flugmaður hjá félaginu og árið 1996 varð hún flugstjóri. Í dag starfa tæplega 80 konur sem flugmenn og flugstjórar hjá Icelandair en voru fáar lengi framan af ferli Sigríðar. Konur sem í dag sinna þessum störfum hjá Icelandair stóðu heiðursvörð á Keflavíkurflugvelli þegar Sigríður kom inn í Leifsstöð ásamt sinni áhöfn, sem eingöngu var skipuð konum í Kaupmannahafnarfluginu.

Flaug Sigríður þotunni Vatnajökli, sem er af gerðinni Boeing 757-200. Er hún varð flugstjóri árið 1996 flaug hún Fokker 50, en stjórnaði fyrst Boeing 757 árið 1999 og Boeing 767 árið 2005.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert