Búið að skipuleggja þétta vinnu í allan dag

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari vill að fólk fái næði til að …
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttarsemjari vill að fólk fái næði til að vinna vinnuna sína. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fundur hófst að nýju í kjaraviðræðum VR, Landsambands verslunarmanna, iðn- og tæknigreina og Samtaka atvinnulífsins, hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í morgun.

„Við erum búin að kalla til allar samninganefndirnar nú á sunnudagsmorgni og búin að skipuleggja þétta vinnu allan daginn,“ segir Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari í samtali við mbl.is.

Hann gerir ráð því ráð fyrir stífri fundasetu í allan í dag.

„Ég geri ráð fyrir að við verðum hérna allan daginn. Að það verði unnið í að minnsta kosti fjórum vinnuhópum um ólík mál.“

Fulltrúar samninganefnda í fjölmiðlabanni

Fundað var fram á kvöld í gær og voru fulltrúar samninganefndanna settir í fjölmiðlabann síðdegis. Í samtali við mbl.is í gær sagði Aðalsteinn að hann vildi að fólk fengi næði til að vinna vinnuna sína.

Í samtali við mbl.is áður en fundur hófst í gærmorgun sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ, að hann væri hóflega bjartsýnn á að skammtímasamningar næðust um helgina.

Hann sagði það verkefni gærdagsins að sjá hversu langt væri hægt að komast og talaði um lokaatlögu. Þá sagðist Kristján gera ráð fyrir því að samninganefndir myndu sitja á fundi frameftir ef eitthvað væri að gerast. Má því ætla að eitthvað hafi þokast í viðræðunum gær, fyrst fundað er á sunnudegi í Karphúsinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert