Veðurtepptar áhafnir valdið seinkunum

Flugvélar Icelandair.
Flugvélar Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veðrið hefur sett sinn svip á starfsemi Keflavíkurflugvallar í dag. Annars vegar hefur umfangsmikil vinna falist í snjómokstri og að láta flugvélar skipta milli brauta. Hins vegar hafa komið upp tilvik þar sem áhafnir eru veðurtepptar á leið sinni til vinnu. 

Þrjú flug sem áttu að fara á áttunda tímanum í morgun,  til Frankfurt, Brussel og Kaupmannahöfn, fóru ekki fyrr en fjórum klukkustundum seinna. 

Þá hefur enn fleiri flugferðum verði seinkað. 

„Veðrið hefur haft sín áhrif en okkar öfluga starfsfólk hefur unnið gott verk í að halda brautum opnum. Það hefur þruft að skipta um brautir og ryðja, líkt og gerist þegar svona veður brestur á.“

Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, og bætir við að dæmi séu um að fólk hafi þurft að bíða inni í flugvél á flugbrautinni í einhvern tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert