Meirihluti vill fleiri virkjanir

Kárahnjúkavirkjun.
Kárahnjúkavirkjun. mbl.is/Sigurður Bogi

66% Íslendinga vilja fleiri vatnsafls- og jarðvarmavirkjarnir hérlendis. Þar af telja 28% þörf á mun fleiri virkjunum en núna eru til staðar.

Meiri stuðningur mælist á landsbyggðinni heldur en á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar Prósents fyrir Fréttablaðið.

Aðeins 7% aðspurðra telja þörf á færri vatnsafls- eða jarðvarmavirkjunum hér á landi. Mikill munur mælist hjá kynjunum, eða 18%. Þannig vilja 74% karla virkja meira en 56% kvenna.

76% landsbyggðarfólks vilja fleiri virkjanir en 61% höfuðborgarbúa.

Mestur stuðningur við virkjanir mælist í aldurshópnum 65 ára og eldri ára en mesta andstaðan í aldurshópnum 35 til 45 ára.

Mestur stuðningur mælist hjá kjósendum Framsóknarflokksins en minnstur hjá kjósendum Sósíalistaflokksins.

Úrtakið í könnuninni var 4.000 og svarhlutfallið 49,6 prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert