Fengu að vinna heima á milli jóla og nýárs

Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í dómsal.
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari í dómsal. mbl.is/Þórður

Skrifstofa ríkissaksóknara var lokuð á milli jóla og nýárs en að sögn Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara sinntu starfsmenn verkefnum eftir þörfum heiman frá sér. Starfsmenn embættisins voru því á launum umrædda daga.

Eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu og á mbl.is takmörkuðu margar ríkisstofnanir afgreiðslutíma sinn á milli jóla og nýárs. Annar í jólum var eini lögbundni frídagurinn og því fjórir virkir dagar á milli jóla og nýárs sem starfsmenn þurftu ekki að mæta. Sigríður segir í skriflegu svari til Morgunblaðsins að starfsmenn hafi ekki þurft að mæta á starfsstöð umrædda daga og sinnt verkefnum heiman að frá sér eftir þörfum. Starfsmenn séu með tengingar á tölvum sínum og tölvupóst í síma.

Rétt er að taka fram að embætti ríkissaksóknara sinnir ekki rannsókn sakamála en sinnir þó afgreiðslu kærumála vegna ákvarðana lögreglustjóra og héraðssaksóknara um að vísa málum frá, hætta rannsókn eða fella mál niður að rannsókn lokinni. Morgunblaðið spurði því hvort lokun skrifstofunnar hefði haft áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu. Sigríður segir svo ekki vera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert